EYÞÓR Sigmundsson póstkortaútgefandi veiddi 27 punda hæng í Símastreng í Laxá í Aðaldal í gærmorgun og er það stærsti laxinn sem frést hefur af úr íslenskri á það sem af er vertíð.

EYÞÓR Sigmundsson póstkortaútgefandi veiddi 27 punda hæng í Símastreng í Laxá í Aðaldal í gærmorgun og er það stærsti laxinn sem frést hefur af úr íslenskri á það sem af er vertíð.

"Ég veiddi laxinn á tveggja tommu Skrögg, túpuflugu sem ég hnýtti sjálfur. Laxinn var hrikalega þungur, lagðist og hafði sína hentisemi. Ég var um hálftíma að ná honum. Ég er með 15 kg taum, það er nú þannig að maður kemur hingað norður gagngert til að veiða stóra laxa. Það er nóg af litlum og meira að segja pínulitlum löxum í ánum fyrir sunnan. Ég er löngu búinn að sjá að laxinn er ekkert að velta taumnum fyrir sér, það er því óhætt að hafa sterkt undir," sagði Eyþór Sigmundsson.