ÞRÁTT fyrir að þrír íslenskir leikmenn fengju gula spjaldið gegn Tékkum verður enginn í banni gegn Norður-Írum annað kvöld.

ÞRÁTT fyrir að þrír íslenskir leikmenn fengju gula spjaldið gegn Tékkum verður enginn í banni gegn Norður-Írum annað kvöld. Þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Pétur Marteinsson og Andri Sigþórsson fengu allir sitt fyrsta gula spjald í þessari keppni en tvö þarf til að fara í bann. Þeir þurfa því að gæta sín í Belfast, og sama er að segja um Arnar Grétarsson, Heiðar Helguson, Eyjólf Sverrisson og Tryggva Guðmundsson, sem allir fara í bann eftir næsta gula spjald.