HARALDUR Örn Ólafsson og þrír aðrir Íslendingar hófu um helgina göngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Í gær voru leiðangursmenn komnir í 3.940 metra hæð og heilsast öllum vel. Þeir hækkuðu sig um 1.000 metra og gengu í 5 klukkustundir.

HARALDUR Örn Ólafsson og þrír aðrir Íslendingar hófu um helgina göngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Í gær voru leiðangursmenn komnir í 3.940 metra hæð og heilsast öllum vel. Þeir hækkuðu sig um 1.000 metra og gengu í 5 klukkustundir.

Fjallgangan er liður í Sjö tinda leiðangri Haralds en hann stefnir á að ganga á hæsta fjall hverrar heimsálfu. Fjallið er 5.985 metrar á hæð og er á landamærum Tanzaníu og Kenýu.

Með Haraldi eru að þessu sinni Ingþór Bjarnason, Garðar Forberg og Steinar Þór Sveinsson. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir að þeir nái tindinum föstudaginn 7. september. Í dag, þriðjudag, ætluðu leiðangursmenn að aðlagast betur þunna loftinu og halda göngunni áfram á morgun.