* ENGIN meiðsli hrjá íslensku landsliðsmennina í knattspyrnu sem komu til Belfast um miðjan dag á sunnudag og búa sig undir leikinn við Norður-Íra annað kvöld.

* ENGIN meiðsli hrjá íslensku landsliðsmennina í knattspyrnu sem komu til Belfast um miðjan dag á sunnudag og búa sig undir leikinn við Norður-Íra annað kvöld. Pétur Marteinsson fór af velli í leiknum við Tékka, bað um skiptingu tíu mínútum fyrir leikslok, en sagði að hann hefði einungis fengið krampa, sem hefði engar eftirstöðvar haft.

* GUNNAR Sverrisson , sjúkraþjálfari landsliðsins, sagði við Morgunblaðið að hjá sér væri lítið að gera því leikmennirnir væru almennt í mjög góðu ásigkomulagi.

* ATLI Eðvaldsson , landsliðsþjálfari, lét sína menn taka því rólega í Belfast og hvílast vel eftir átökin við Tékka , bæði á sunnudag og framan af mánudeginum. Þeir fóru á létta hlaupaæfingu síðdegis á sunnudag og æfðu ekki á velli fyrr en síðdegis í gær. Markverðirnir í A- og 21-árs liðinu þurftu þó að taka á hlutunum fyrr en aðrir því þeir fóru á séræfingu hjá Guðmundi Hreiðarssyni í gærmorgun.

* ATLI varð fyrir barðinu á hinu hefðbundna vandamáli í keppnisferð íslenska landsliðsins; hluti af farangri liðsins varð eftir í Glasgow á leiðinni til Belfast og þar á meðal allur æfingafatnaður Atla .

* ÞAÐ eru liðin 24 ár frá fyrsta og eina landsleik Íslands og Norður-Írlands í Belfast til þessa. Þjóðirnar mættust þar í undankeppni HM árið 1977 og Norður-Írar sigruðu, 2-0. Fyrr um sumarið hafði Ísland unnið heimaleikinn á Laugardalsvelli , 1-0, með marki Inga Björns Albertssonar .

* ATLI Eðvaldsson , núverandi landsliðsþjálfari, lék báða leikina gegn Norður-Írum og var sá fyrri hans annar landsleikur fyrir Íslands hönd. Ásgeir Sigurvinsson , landsliðsnefndarmaður, sem er Atla til aðstoðar í Belfast , missti hinsvegar af báðum leikjum liðanna og hefur aldrei leikið gegn Norður-Írlandi .

* JÓN Gunnlaugsson , sem er í fararstjórn A-landsliðsins, lék í Belfast árið 1977, og sömuleiðis Viðar Halldórsso n, sem einnig er með í för sem fararstjóri 21-árs landsliðsins.