"Ertu að segja að ég sé andfúll, fröken Starling?"
"Ertu að segja að ég sé andfúll, fröken Starling?"
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HANNIBAL tekst ekki að narta í Mel Gibson og kvennaráð hans þessa vikuna, sem á sér þá eðlilegu skýringu að mannætan matvanda birtist ekki á myndbandaleigum fyrr en seint í síðustu viku.

HANNIBAL tekst ekki að narta í Mel Gibson og kvennaráð hans þessa vikuna, sem á sér þá eðlilegu skýringu að mannætan matvanda birtist ekki á myndbandaleigum fyrr en seint í síðustu viku. Því má búast fastlega við því að Hannibal rífi

Gibson í sig með kjafti og klóm á næsta lista.

Hannibal nær þó alla leið í fjórða sæti listans þrátt fyrir stutta lífdaga en þrjár aðrar myndir af þeim átta sem komu út í síðustu viku ná inn á listann; Kúbudeilutryllirinn Thirteen Days, hormónafarsinn Tomcats og rómaninn Bounce með þeim Ben Affleck og Söndru Bullock.

Þrátt fyrir að hafa slegið rækilega í gegn eru skoðanir fólks skiptar á ágæti Hannibal, þriðju myndarinnar, sem gerð er eftir sögum Thomasar Harris um dr. Lecter og óvenjulegt mataræði hans. Önnur myndin, The Silence of The Lambs, sló rækilega í gegn árið 1991 og hirti öll helstu Óskarsverðlaunin ári síðar en færri þekkja fyrstu myndina, Manhunter, sem hinn snjalli leikstjóri Michael Mann reið á vaðið með árið 1986. Sú mynd var gerð eftir fyrstu bókinni um Lecter, Red Dragon. Fregnir frá Hollywood herma að eigandi kvikmyndaréttarins á bókunum, hinn gamalreyndi framleiðandi Dino de Laurentiis, undirbúi nú gerð annarrar myndar eftir þeirri sömu bók. Ted Tally, handritshöfundur The Silence of The Lambs, hefur skrifað handritið, Edward Norton leikur hlutverk leynilögreglumannsins Wills Graham og Brett Ratner, sem á að baki The Family Man og Rush Hour-myndirnar, mun leikstýra, eins og málin standa í dag.