Jóhanna Kristín Birnir
Jóhanna Kristín Birnir
Jóhanna Kristín Birnir (f. 4. apríl 1969) lauk doktorsprófi í stjórnmálafræðum frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) 4. júní s.l.

Jóhanna Kristín Birnir (f. 4. apríl 1969) lauk doktorsprófi í stjórnmálafræðum frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) 4. júní s.l.

Lokaritgerð hennar heitir á ensku "Party System Stabilization i New Democracies: The Effect of Ethnic Heterogeneity on Volatility of Electoral Preferences."

Leiðbeinandi Jóhönnu Kristínar var prófessor Barbara Geddes, sem er prófessor í samanburðarstjórnmálafræðum við Kaliforníuháskóla (UCLA).

Ritgerðin byggist á tölfræðilegum samanburðarrannsóknum Jóhönnu á kosningahegðun almennings í nær 60 lýðveldum og tölfræðilegum sem og eigindlegum rannsóknum hennar á kosningahegðun minnihlutahópa í Rúmeníu, Búlgaríu, Ekvador, Perú og Bólivíu.

Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988, BA-prófi í Latnesk-amerískum fræðum frá Kaliforníuháskóla í Irvine (UCI) 1993 og mastersprófi í stjórnmálafræðum frá UCLA 1996.

Hún er gift David Waguespack, Postdoctorate Fellow við UCLA, og eiga þau von á sínu fyrsta barni.

Þau hjón fluttust nýverið til New York fylkis, þar sem Jóhanna hefur tekið við prófessorstöðu við New York háskóla í Buffalo (SUNY).