Magnús Árni Magnússon
Magnús Árni Magnússon
MAGNÚS Árni Magnússon lektor hefur tekið við stöðu aðstoðarrektors Viðskiptaháskólans á Bifröst af Bjarna Jónssyni. Magnús er fæddur 1968.

MAGNÚS Árni Magnússon lektor hefur tekið við stöðu aðstoðarrektors Viðskiptaháskólans á Bifröst af Bjarna Jónssyni.

Magnús er fæddur 1968. Hann lauk BA- prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1997, MA- prófi í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og MPhil- prófi í Evrópufræðum frá University of Cambridge 2001. Magnús hóf kennslustörf við Viðskiptaháskólann á Bifröst haustið 2000. Magnús Árni starfaði með námi m.a. við stundakennslu og blaðamennsku og sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn 1998-1999 sem 15. þingmaður Reykvíkinga. Hann sat í Stúdentaráði HÍ 1993-1995, í stjórn Varðbergs, félags um vestræna samvinnu 1994-1998 og í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1993-1997. Magnús er nú formaður íþróttafélagsins Breiðabliks í Kópavogi og einn ritstjóra vefritsins Kreml.is.

Magnús er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur listfræðingi og eiga þau tvo syni.