DR. PHILIP S.M. Chin, prófessor við Tækniháskólann í Queensland í Ástralíu og heiðurskonsúll Íslands í Singapúr, mun halda fyrirlestur á vegum verkfræðideildar Háskóla Íslands og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. september kl. 16.

DR. PHILIP S.M. Chin, prófessor við Tækniháskólann í Queensland í Ástralíu og heiðurskonsúll Íslands í Singapúr, mun halda fyrirlestur á vegum verkfræðideildar Háskóla Íslands og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. september kl. 16.10, í sal 101 í Lögbergi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist "SUSTAINABLE DEVELOPMENT GREEN CITIES AND GREEN ISLANDS".

Fjallað verður um samspil orkunotkunar og umhverfis, sérstaklega innan samgöngugeirans og við byggðaskipulag og húsagerð, t.d. notkun sjálfbærra lausna í almenningssamgöngum, nýjum gerðum húsa og almennt í borgarsamfélögum. Dr. Chin mun fjalla m.a. um það nýjasta í þróun rafbíla, rafbíla m. hjálparvél (tvinn-bíla) og annarra farartækja sem nota sjálfbæra orkugjafa, segir í fréttatilkynningu.