WOLFGANG Viereck flytur fyrirlestur miðvikudaginn 5. september kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn er í boði Íslenska málfræðifélagsins og nefnist "The Computerisation of English Dialectal Data".

WOLFGANG Viereck flytur fyrirlestur miðvikudaginn 5. september kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn er í boði Íslenska málfræðifélagsins og nefnist "The Computerisation of English Dialectal Data".

Wolfgang Viereck er prófessor í enskum málvísindum og miðaldafræðum við Otto-Friedrich Universität í Bamberg. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um tölvuvinnslu á gögnum úr mállýskurannsókninni Survey of English Dialects, með tilliti til orðaforða, orðhlutafræði, setningafræði og hljóðfræði.