Seljakirkja
Seljakirkja
BARNAKÓRAR hafa starfað af fullum krafti í Seljakirkju í mörg ár. Börn allt frá fjögra ára aldri hafa sungið í kór af hjartans list. Nú verður enn bætt um betur og stofnaður drengjakór.

BARNAKÓRAR hafa starfað af fullum krafti í Seljakirkju í mörg ár. Börn allt frá fjögra ára aldri hafa sungið í kór af hjartans list. Nú verður enn bætt um betur og stofnaður drengjakór. Drengir eru velkomnir í barnakór, en nú er ætlunin að drengjakór sé annar valmöguleiki. Innritun barna verður í kirkjunni á þriðjudag 4. september kl 16:00 - 18:00 og miðvikudag 5. september á sama tíma. Kórstjóri verður áfram Gróa Hreinsdóttir, tónlistarstjóri kirkjunnar. Gjald vegna efniskostnaðar, kr. 3000 greiðist við innritun.

Hafnarfjarðarkirkja - söngnámskeið

Hafnarfjarðarkirkja stendur fyrir söngnámskeiði í haust sem ætlað er fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er í samtals sex skipti, einn og hálfur klukkutími í senn, á laugardögum kl. 12:30-14. Kennsla hefst laugardaginn 15. september. Kennsla fer fram í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju. Kennd verður öndun, raddbeiting og tónheyrn. Áhersla er lögð á einstaklingsþjálfun þó kennt sé í hóptímum. Kennari er sópransöngkonan Natalía Chow. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Skráning og nánari upplýsingar hjá Natalíu Chow í síma 555-1346 eða 699-4613.

Sálgæsluhugsjón Teo van der Weele

Guðfræðingurinn og sálfræðingurinn Teo van der Weele er mörgum kunnur hér á landi og víðar fyrir þá athyglisverðu sýn sem hann hefur á hlutverk sálgæslunnar í nútíma þjóðfélagi. Nú mun hann halda námskeið sem hann nefnir "Helping through blessing" eða "Blessun sem aðferð til hjálpar".

Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Laugarneskirkju og tímar verða þessir:

fimmtudagur 6.9.: 17:30-22:00

föstudagur 7.9.: 17:30-22:00

laugardagur 8.9.: 9:00-14:00

Námskeiðsgjald verður kr. 5000 og er þá kaffi og léttar veitingar innifalið.

Það eru Þjóðkirkjan, Hvítasunnukirkjan, Fríkirkjan Vegurinn og KFUM & K sem standa saman að þessu tilboði og er það von nefndarmanna að sem flestir nýti sér þetta ánægjulega og uppbyggilega tækifæri. Skráning og nánari upplýsingar má fá á skrifstofum Hvítasunnukirkjunnar og Vegarins í símum 552-1111 og 564-2355.

Samstarfsnefndin.

Safnaðarstarf

Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina.

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum.

Langholtskirkja. Endurminningarfundur karla í Langholtskirkju kl. 14-15:30.

Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45-7:05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.-7. bekk. Fyrsti fundur vetrar. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri safnaðarins, Þorkell Sigurbjörnsson, nemi og sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur, annast 10-12 ára starfið í vetur. Fullorðinsfræðsla hefur göngu sína kl. 20. Á námskeiði haustannar fjallar sóknarprestur um persónu Jesú frá Nasaret út frá margvíslegum og ólíkum sjónarhornum. Sjónarhorn kvöldsins í kvöld eru: Sagnameistarinn Jesús. Aðgangur ókeypis og öllum frjáls. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Fyrsta samvera á nýju starfsári. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðsorð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21:30 í umsjá Margrétar Scheving, sálgæsluþjóns, sem leiðir fyrirbænahóp kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í textavarpi).

Breiðholtskirkja . Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18:30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.

Hjallakirkja . Bænastund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar.

Víðistaðakirkja . Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18:30.

Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað.

Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12.

Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18:15- 19.

Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12.

Krossinn. Almenn samkoma kl. 20:30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.

Frelsið, kristileg miðstöð . Biblíuskóli í kvöld kl. 20.