KARLMAÐUR í íbúð við Tómasarhaga í Reykjavík var handtekinn upp úr kl. 20 í gærkvöldi eftir umsátursástand við götuna. Maðurinn hafði gengið berserksgang fyrir utan húsið og þegar lögreglan var kvödd á vettvang á sjötta tímanum lokaði hann sig þar inni.

KARLMAÐUR í íbúð við Tómasarhaga í Reykjavík var handtekinn upp úr kl. 20 í gærkvöldi eftir umsátursástand við götuna. Maðurinn hafði gengið berserksgang fyrir utan húsið og þegar lögreglan var kvödd á vettvang á sjötta tímanum lokaði hann sig þar inni.

Talið var að maðurinn hefði vopn undir höndum og var götunni lokað um tíma til þess að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda. Fjöldi lögreglumanna var sendur á vettvang en maðurinn, sem var einn í húsinu, gafst upp eftir tilmæli lögreglu í gegnum síma á níunda tímanum og lagði vopn sín fyrir utan húsið. Hann var í kjölfarið færður til læknis.