HELGI Kolviðsson dró sig út úr íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Tékkum vegna meiðsla í baki og verður heldur ekki með gegn Norður-Írum í Belfast.

HELGI Kolviðsson dró sig út úr íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Tékkum vegna meiðsla í baki og verður heldur ekki með gegn Norður-Írum í Belfast. Komið hefur í ljós að Helgi er með brjósklos í baki og hann dvelur hér á landi út þessa viku vegna læknismeðferðar.

Helgi er þó bjartsýnn á að geta leikið með félagi sínu, Kärnten frá Austurríki, þegar það mætir PAOK Saloniki í Grikklandi í 1. umferð UEFA-bikarsins hinn 13. september. Það verður fyrsti Evrópuleikurinn, bæði hjá Helga og Kärnten, og auk þess heldur hann upp á þrítugsafmælið þann dag.

Ólafur Stígsson úr Fylki var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla Helga en hann gat heldur ekki tekið þátt, þannig að Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík kom inn í hópinn á síðustu stundu.