Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Petr Johana í landsleiknum við Tékka sl. laugardag. Chelsea hefur ekki í hyggju að selja Eið þrátt fyrir fréttir um annað í nokkrum blöðum Englands á sunnudaginn.
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Petr Johana í landsleiknum við Tékka sl. laugardag. Chelsea hefur ekki í hyggju að selja Eið þrátt fyrir fréttir um annað í nokkrum blöðum Englands á sunnudaginn.
FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea staðfestu við Morgunblaðið í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri ekki til sölu.

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea staðfestu við Morgunblaðið í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri ekki til sölu. Ensku blöðin Sunday Express og Sunday Mirror greindu frá því um helgina að Chelsea hefði ljáð máls á því að láta Eið Smára fara frá félaginu ef rétt upphæð byðist í hann. Ennfremur sögðu blöðin frá því að Stuart Gray, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Southampton, væri að undirbúa fjögra milljón punda tilboð, um 560 milljónir króna, í Eið Smára.

Morgunblaðið bar þessar fréttir undir forráðamenn Chelsea í gær. Svörin sem komu frá Lundúnarliðinu voru stutt og laggóð, þ.e. að fréttir ensku blaðanna væru aðeins vangaveltur og aðEiður Smári væri ekki til sölu.

Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea á þessari leiktíð. Hann

var á varamannabekknum þegar Chelsea gerði, 1:1, jafntefli við Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en var ekki í leikmannahópnum þegar Chelsea lagði Southampton í annarri umferðinni, 2:0.