ÍSLENSKA 21-árs landsliðið mætir Norður-Írum í Evrópukeppninni í dag og er leikið í bænum Lurgan í nágrenni Belfast, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Glenavon.

ÍSLENSKA 21-árs landsliðið mætir Norður-Írum í Evrópukeppninni í dag og er leikið í bænum Lurgan í nágrenni Belfast, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Glenavon. Íslensku piltarnir eiga harma að hefna eftir skell í heimaleiknum gegn Norður-Írum, 5:2, í Kaplakrika síðasta haust. Þrátt fyrir þau úrslit er Ísland stigi á undan þegar tveir leikir eru eftir en leikurinn í dag hefur væntanlega úrslitaáhrif um hvort liðið endar í fjórða sæti riðilsins.

Sigurður Grétarsson, þjálfari íslenska liðsins hefur gert tvær breytingar á íslenska hópnum frá tapleiknum gegn Tékkum í Grindavík, 1:0, síðasta föstudag. Indriði Sigurðsson frá Lilleström og Orri Freyr Hjaltalín frá Þór koma inn eftir leikbann í staðinn fyrir Grétar Rafn Steinsson úr ÍA, sem er meiddur og Ármann Smára Björnsson úr Val.

Íslenskt lið hefur áður leikið í Lurgan því FH gerði þar markalaust jafntefli við Glenavon í UEFA-bikarnum árið 1995. Tveir núverandi A-landsliðsmenn spiluðu þann leik með FH, þeir Auðun Helgason og Arnar Þór Viðarsson.