ANDLEGI skólinn, sem standa mun fyrir ýmsum námskeiðum, meðal annars í Raja-jógahugleiðslu, al-einingaröndun, sálarhugleiðslu og uppstigningarprógrammi, hefur göngu sína seinni hluta septembermánaðar.

ANDLEGI skólinn, sem standa mun fyrir ýmsum námskeiðum, meðal annars í Raja-jógahugleiðslu, al-einingaröndun, sálarhugleiðslu og uppstigningarprógrammi, hefur göngu sína seinni hluta septembermánaðar.

Að sögn Karls Þorsteinssonar, andlegs leiðbeinanda, er markmið námskeiðanna að þátttakendur verði sjálfs sín meistarar, fullnuma í andlegri þróun og nái að öðlast guðlega vitund. Fyrirhugað er að halda kynningu á námskeiðunum í Háskólabíói laugardaginn 9. september klukkan 14.00.