Hildur Margrét við myndir sínar.
Hildur Margrét við myndir sínar.
LAUGARDAGINN 1. september opnaði Hildur Margrétardóttir myndlistarsýningu í Fjöruhúsinu á Hellnum sem hún kallar Minni Hellna. Myndirnar eru allar frá Hellnum, en Hildur á ættir að rekja þangað.
LAUGARDAGINN 1. september opnaði Hildur Margrétardóttir myndlistarsýningu í Fjöruhúsinu á Hellnum sem hún kallar Minni Hellna. Myndirnar eru allar frá Hellnum, en Hildur á ættir að rekja þangað. Er hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum skrifaði hún ritgerð um hagleiksmanninn Jóhannes Helgason, sem m.a. skar út rammann um altaristöfluna í Hellnakirkju. Auk náms við MHÍ stundaði Hildur nám við Utrecht School of Arts. Hún hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndir Hildar verða til sýnis í Fjöruhúsinu næstu vikurnar.