Börkur Kjartansson var að reyna við ýsuna ásamt syni sínum. Evrópa virtist trufla hann minna við veiðarnar en farsíminn.
Börkur Kjartansson var að reyna við ýsuna ásamt syni sínum. Evrópa virtist trufla hann minna við veiðarnar en farsíminn.
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Evrópa kom inn á Skjálfandaflóa fyrir skömmu og létti akkerum skammt fyrir utan höfnina á Húsavík. Skipið sem skráð er í Nassau á Bahamaeyjum er það stórt að það kemst ekki að bryggju í Húsavíkurhöfn.

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Evrópa kom inn á Skjálfandaflóa fyrir skömmu og létti akkerum skammt fyrir utan höfnina á Húsavík. Skipið sem skráð er í Nassau á Bahamaeyjum er það stórt að það kemst ekki að bryggju í Húsavíkurhöfn. Skipið var annað tveggja skemmtiferðaskipa sem boðað höfðu komu sína til Húsavíkur í sumar.

Fljótlega hófu léttabátar skipsins að flytja farþegana í land þar sem farið var með þá í skoðunarferðir. Um sjötíu manna hópur farþega af skipinu fór þó ekki í þessar hefðbundnu skoðunarferðir og reyndar ekki strax í land. Þegar að flotbryggjunni kom fór það beint um borð í Náttfara og haldið var til hafs á ný í þeim tilgangi nú að skima eftir hvölum. Það var því töluverð umferð báta um höfnina því auk léttabátanna og hvalaskoðunarbátanna voru fiskibátar af ýmsum stærðum á ferðinni.

Þeir voru margir sem nýttu sér góða veðrið þennan dag og sigldu fram fyrir höfnina á bátum sínum og skoðuðu skemmtiferðaskipið. Í leiðinni reyndu sumir hverjir að ná sér í ýsu í soðið en hún hefur verið að gefa sig á stöngina að undanförnu. Fréttaritari brá sér út á flóann til myndatöku, farið var með Sigurgeir Smára Harðarsyni, skipstjóra á Náttfara ÞH 6. Þess ber að geta að Náttfari ÞH 6 er ekki sá Náttfari sem getið var um hér að framan og notaður er til siglinga með fólk á hvalaslóðir heldur smábátur sem notaður er lítillega til veiða í tómstundaskyni.