EYJÓLFUR Sverrisson átti aðeins eina misheppnaða sendingu gegn Tékkum á laugardag. Eyjólfur átti alls 14 sendingar í leiknum og af þeim enduðu 13 á samherja.

EYJÓLFUR Sverrisson átti aðeins eina misheppnaða sendingu gegn Tékkum á laugardag. Eyjólfur átti alls 14 sendingar í leiknum og af þeim enduðu 13 á samherja. Auðun Helgason var sá leikmaður sem gaf flestar sendingar í leiknum, 36 alls, en 15 þeirra rötuðu ekki rétta leið eða fóru útaf vellinum. Hins vegar rötuðu 21 rétta leið, á samherja.

Arnar Grétarsson átti alls 30 sendingar í leiknum og 23 þeirra rötuðu rétta leið á samherja. Hermann Hreiðarsson, átti 17 sendingar á samherja, fjórar voru misheppnaðar.

Pétur Marteinsson, átti 12 sendingar á samherja, þrjár voru misheppnaðar.

Arnar Viðarsson átti 16 sendingar á samherja, 10 voru misheppnaðar.

Eiður Smári Guðjohnsen átti 21 sendingu á samherja, fimm voru misheppnaðar.

Marel J. Baldvinsson átti tvær sendingar á samherja, ein var misheppnuð.

Jóhannes Karl Guðjónsson átti 13 sendingar á samherja, fimm voru misheppnaðar.

Helgi Sigurðsson átti sjö sendingar á samherja, fjórar voru misheppnaðar.

Andri Sigþórsson átti sex sendingar á samherja, jafnmargar voru misheppnaðar.

Heiðar Helguson átti fjórar sendingar á samherja, þrjár voru misheppnaðar.