ÞRÓTTUR úr Reykjavík vann sér á laugardag rétt til að leika í efstu deild kvenna í knattspyrnu að ári, er liðið lagði Hauka 4:3 í úrslitaviðureign 1. deildar á Ásvöllum í Hafnarfirði.
ÞRÓTTUR úr Reykjavík vann sér á laugardag rétt til að leika í efstu deild kvenna í knattspyrnu að ári, er liðið lagði Hauka 4:3 í úrslitaviðureign 1. deildar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn var hörkuspennandi frá upphafi til enda og skiptust liðin á að ná eins marks forystu. Framlengingu þurfti til að skera úr um úrslit þar sem jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 3:3. Anna Björg Björnsdóttir og Hildur Dagný Kristjánsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þrótt en Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði öll mörk Hauka. Haukar leika við FH um sæti í efstu deild að ári.