FÁTT er betra á borðum en glænýr fiskur úr sjó eða ám og vötnum landsins. Margir bregða fyrir sig stöngum og veiðihjólum við veiðarnar á meðan aðrir leggja net sem þeir vitja eftir hæfilegan tíma.
FÁTT er betra á borðum en glænýr fiskur úr sjó eða ám og vötnum landsins. Margir bregða fyrir sig stöngum og veiðihjólum við veiðarnar á meðan aðrir leggja net sem þeir vitja eftir hæfilegan tíma. Á myndinni er Gylfi Gylfason að vitja silungsneta í Apavatni og bjástrar við að losa myndarlegan urriða úr netinu. Gylfi var með tvær lagnir og í þeim voru 22 fiskar, bæði bleikjur og urriðar.