JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu síðdegis á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar var skjálftinn 2,6 stig á Richterkvarða að stærð.

JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu síðdegis á sunnudag.

Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar var skjálftinn 2,6 stig á Richterkvarða að stærð. Ekki hefur orðið vart frekari jarðhræringa svo heitið geti, en brennisteinsfýla verið af ám að undanförnu, sem mun ekki óalgengt á þessu svæði.