RANNSÓKNARSTOFNUN Landspítala - háskólasjúkrahúss tók formlega til starfa nú 1. september. Fimm rannsóknarstofur falla undir skipulag hennar. Þær eru blóðmeinafræðideild, meinefnafræðideild, ónæmisfræðideild, sýklafræðideild og veirufræðideild.

RANNSÓKNARSTOFNUN Landspítala - háskólasjúkrahúss tók formlega til starfa nú 1. september. Fimm rannsóknarstofur falla undir skipulag hennar. Þær eru blóðmeinafræðideild, meinefnafræðideild, ónæmisfræðideild, sýklafræðideild og veirufræðideild.

Ólafur Steingrímsson dósent, sérfræðingur á sýklafræðideild og fyrrverandi yfirlæknir hennar, hefur verið valinn til að gegna næstu þrjú ár starfi sviðsstjóra á Rannsóknarstofnun Landspítala - háskólasjúkrahúss. Ólafur hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Landspítalans en henni tilheyrðu blóð-, meinefna-, ónæmis-, sýkla- og veirufræðideildir. Stjórnskipulag Rannsóknarstofnunar LSH verður með svipuðum hætti og sviðsstjórnir klínískra sviða. Það sem skilur rekstur Rannsóknarstofnunar LSH frá rekstri annarra klínískra sviða er helst það, að tekjur hennar ákvarðast að verulegu leyti af gjaldskrá sem gildir frá 1. september um þjónustuna.

Forstjóri ræður yfirlækna í samráði við framkvæmdastjóra lækninga og sviðsstjóra til þess að stýra einstökum deildum. Yfirlæknar bera ábyrgð á rekstri deilda sinna gagnvart sviðsstjóra. Við stofnunina starfar einnig rekstrarstjóri sem stýrir meðal annars skrifstofu Rannsóknarstofnunar LSH. Gert er ráð fyrir rekstrarstjórn sem í sitja, auk sviðsstjóra, yfirlæknar deilda og rekstrarstjóri. Hlutverk hennar er að skipuleggja heildarstarfsemi Rannsóknarstofnunar LSH.