RÖSKLEGA 48% landsmanna voru á faraldsfæti um verslunarmannahelgina samkvæmt könnun Þjóðarpúls Gallup. Tæplega 52% nutu helgarinnar heima við. Hæst hlutfall yngri aldurshópanna var í þeim hlutanum sem ferðaðist um helgina.

RÖSKLEGA 48% landsmanna voru á faraldsfæti um verslunarmannahelgina samkvæmt könnun Þjóðarpúls Gallup. Tæplega 52% nutu helgarinnar heima við.

Hæst hlutfall yngri aldurshópanna var í þeim hlutanum sem ferðaðist um helgina. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu fóru frekar í ferðalög en þeir sem búa á landsbyggðinni og þeir tekjulægstu fóru síður í ferð en aðrir hópar.

Tæplega 11% þeirra sem lögðu land undir fót héldu á kántríhátíð á Skagaströnd. Aðrir sóttu Eldborgarhátíðina, fóru til Eyja, Akureyrar eða ferðuðust um hálendið og var hlutfall þessara hópa á bilinu 5-9%.