NEMENDUR í grunnskólum Garðabæjar fá nú 30 nýjar fartölvur til að nota við nám í skólunum. Fulltrúar Garðabæjar og Nýherja skrifuðu nýlega undir samning þessa efnis.

NEMENDUR í grunnskólum Garðabæjar fá nú 30 nýjar fartölvur til að nota við nám í skólunum. Fulltrúar Garðabæjar og Nýherja skrifuðu nýlega undir samning þessa efnis.

Í kaupunum voru einnig sérstakir fartölvuvagnar sem eru tengdir þráðlaust við netkerfi skólanna auk fartölva fyrir alla nýja kennara skólans.

Í fréttatilkynningu segir að með þessum kaupum stígi Garðabær enn eitt skref í fartölvuvæðingu grunnskólanna en fyrir ári hafi öllum kennurum og skólastjórnendum verið afhentar fartölvur til afnota í starfi.