ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Tríós Sigurður Flosasonar á geisladiskinum Djúpið verða haldnir í Deiglunni þriðjudagskvöldið 4. september kl. 21:00 og nefnast "Djúpið í Deiglunni".

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Tríós Sigurður Flosasonar á geisladiskinum Djúpið verða haldnir í Deiglunni þriðjudagskvöldið 4. september kl. 21:00 og nefnast "Djúpið í Deiglunni". Tónleikarnir eru unnir í samstarfi Jazzklúbbs Akureyrar og Tríós Sigurður Flosasonar, sem sendir frá sér þennan nýja geisladisk. Miðlunar- og útgáfufyrirtækið Edda gefur geisladiskinn út, en Edda, Gistiheimili Akureyrar, og Café Karolína styrkja tónleikanna.

Djúpið er fjórði geisladiskur Sigurðar Flosasonar, og er nokkurs konar sjálfstætt framhald Himnastigans, en sá diskur kom út árið 1999.

Himnastiginn hlaut frábærar viðtökur og seldist langt umfram það sem almennt gerist með djassdiska.

Þá léku þeir Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Lennart Ginman misvelþekkta kunningja.

Á nýja diskinum, Djúpinu, leikur sama tríó og hljóðritaði Himnastigann fyrir tveimur árum. Hún inniheldur m.a.sígild lög eins og Don't Explain og Skating in Central Park. Aðgangseyrir er kr. 1000.

Tríóið heldur svo tónleika í Víkurbæ í Bolungarvík á miðvikudagskvöld og hefjast þeir kl. 21.