ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur raðað niður leikjum sem fara fram um laus sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í S-Kóreu og Japan næsta sumar.

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur raðað niður leikjum sem fara fram um laus sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í S-Kóreu og Japan næsta sumar. Liðin í efstu sætum riðlanna níu í Evrópu fara sjálfkrafa í lokakeppnina en liðin í öðru sæti hvers riðils þurfa að leika innbyrðis. Lið sem hafna í öðru sæti í riðli númer 1 og 8 leika saman, riðlum 7 og 4, 5 og 9 og 6 og 3. Leiknir verða tveir leikir og fara þeir fyrri fram 10. eða 11. nóvember og þeir síðari 14. nóvember.

Ísland á enn möguleika á að ná öðru sæti í þriðja riðliog fari svo þá gætu Skotar orðið andstæðingar, en einnig koma Króatar og Belgar til greina.

Liðið sem hafnar í öðru sæti í 2. riðli í Evrópu leikur við liðið sem hafnar í 5. sæti í Asíuriðli og fara þeir leikir fram 10. og 15. nóvember. Ástralar, sem sigruðu Eyjaálfuriðilinn mæta liðinu sem hafnar í fimmta sæti S-Ameríkuriðilsins en leikdagar fyrir þá leiki hafa ekki verið ákveðnir.

Leikjunum þarf öllum að vera lokið fyrir 25. nóvember en þá mun liggja ljóst fyrir hvaða þjóðir keppa á HM í S-Kóreu og Japan.