Arnar Þór Viðarsson lék afar vel í vörn íslenska liðsins gegn Tékkum og hafði góðar gætur á Karel Poborsky.
Arnar Þór Viðarsson lék afar vel í vörn íslenska liðsins gegn Tékkum og hafði góðar gætur á Karel Poborsky.
Það var hreint frábært að ganga að velli og finna fyrir þessum mikla stuðningi.

Það var hreint frábært að ganga að velli og finna fyrir þessum mikla stuðningi. Við strákarnir vorum mjög vel stemmdir fyrir leikinn og við nýttum okkur það þegar við komum inn á völlinn," sagði Pétur Marteinsson við Morgunblaðið eftir leikinn en Pétur átti frábæran leik í stöðu aftasta miðjumanns.

"Við vorum nokkuð yfirspenntir til að byrja með en um leið og við vorum komnir inn í leikinn þá róuðust menn niður og þá sáum við að við höfðum í fullu tré við Tékkanna. Það hjálpaði okkur að fá risann út af en það er oft erfitt að spila á móti liði sem er leikmanni færri. Við hjálpuðumst hins vegar allir að og héldum áfram að þjarma að þeim."

Möguleikar ykkar á að komast hærra í riðlinum hljóta að hafa vænkast við þennan sigur?

"Við vorum svekktir yfir því að hafa ekki náð meiru af stigum út úr leikjunum við Búlgaríu en eftir jafnteflið heima þá ákváðum við að gera okkar besta það sem eftir væri í riðlinum. Við byrjuðum í dag og nú er að fylgja þessu eftir í leiknum við N-Íra. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum í Belfast."

Þú spilaðir í svo til nýrri stöðu. Varst þú ekki bara ánægður með þína frammistöðu?

"Jú ég var það. Ég reyni fyrst og fremst að halda stöðunni eins og Atli setur hana upp. Ég er hins vegar nokkuð villtur enda ekki vanur að spila þessa stöðu. Ég kann vel við mig þarna á vellinum. Maður er mikið í baráttunni og meira í boltanum heldur en þegar maður er að leika í öftustu vörn."

Guðmundur Hilmarsson skrifar