* ÓLAFUR Ragnar Grímsson , forseti Íslands , var heiðursgestur á leiknum.

* ÓLAFUR Ragnar Grímsson , forseti Íslands , var heiðursgestur á leiknum. Ólafur var eins og allir Íslendingar mjög ánægður með sigur íslensku strákanna og hans fyrsta verk eftir leikinn var að fara inn í búningsklefann og óska íslensku landsliðsmönnunum til hamingju með sigurinn.

* ÍSLAND á HM sungu íslenskir áhorfendur skömmu eftir að Eyjólfur Sverrisson hafði skorað þriðja markið með stórglæsilegu skoti.

* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki lengi að minna á sig. Strax eftir sjö mínútna leik tæklaði hann stórstjörnuna Pavel Nedved og á 29. mínútu fékk hann að líta gula spjaldið enda þá búinn að láta Tékkana finna vel fyrir því.

* ATTILA Hanacsek frá Ungverjalandi dæmir leik Norður-Írlands og Íslands annað kvöld og aðstoðardómarar hans heita Bela Mezo og Péter Kovacs . Eftirlitsmaður FIFA er Ion Craciunescu frá Rúmeníu , og eftirlitsdómari er Dieter Pauly frá Þýskalandi .