Ég er jarðsaga Íslands. Ég fæddist eins og landið á mörkum íss og elds. Og óbreyttur í hlýindaskeiði þínu einfaldur formlaus með ávalar útlínur aðgengilegur. Svo kom frostið og jökullinn skaut rótum í hjarta mínu.

Ég er jarðsaga Íslands.

Ég fæddist eins og landið

á mörkum íss og elds.

Og óbreyttur í hlýindaskeiði þínu

einfaldur

formlaus með ávalar útlínur

aðgengilegur.

Svo kom frostið

og jökullinn skaut rótum í hjarta mínu.

Sendi skriðjökla sína frá sér

sem grófu sig niður.

Þeir breyttu mér.

Gerðu mig vogskorinn

harðbýlan.

Ég er Ísland

landið sem er kalt en líka svo heitt.

Ég veit ekki hvenær ísöldin skall á.

Sigtryggur Magnason (f. 1974) er íslenskufræðingur og hefur starfað við blaðamennsku. Herjólfur er hættur að elska (2002) er ný bók sem hann hefur sent frá sér en áður hefur hann sent frá sér ljóðabók og leikrit.