*According to Jim "Bandarísk þáttaröð með Jim Belushi og Courtney Thorne-Smith í aðalhlutverkum. Jim leikur jarðbundinn vertaka og blúsara sem veit að lykillinn að góðu hjónabandi er að kinka kolli þegar konan segir eitthvað.

*According to Jim

"Bandarísk þáttaröð með Jim Belushi og Courtney Thorne-Smith í aðalhlutverkum. Jim leikur jarðbundinn vertaka og blúsara sem veit að lykillinn að góðu hjónabandi er að kinka kolli þegar konan segir eitthvað. Honum kemur líka vel saman við börnin því hann er ekki beint vaxinn upp úr barndómi sjálfur. Inn í líf þeirra spila síðan systkini Courtney sem eru hið besta fólk en vandræðagripir jafnvel þegar best lætur."

*Everybody Loves Raymond

"Líf Rays væri að líkindum fullkomið ef ekki væru hinir óþolandi umhyggjusömu og athyglisjúku foreldrar hans og afbrýðisamur yngri bróðir - sem öll búa í næsta húsi! Fjallað er um líf söguhetjanna á gamansaman hátt og hafa Peter Boyle og Doris Roberts, sem fara með hlutverk foreldranna, vakið verðskuldaða athygli. Aðrir leikarar eru Patricia Heaton, sem hlaut Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á Debru, og risinn Brad Garrett."

*Malcolm in the middle

"Hinir feiknavinsælu þættir um Malcolm í miðið hafa svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi en þeir snúast um prakkarastik Malcolm og bræðra hans og undarleg uppátæki föður hans og móður."

*King of Queens

"Doug Heffermann sendibílstjóra sem þykir fátt betra en að borða og horfa á sjónvarpið með elskunni sinni verður fyrir því óláni að fá tengdaföður sinn á heimilið en sá gamli er uppátækjasamur með afbrigðum og verður Doug að takast á við afleiðingar uppátækjanna."

*Ladies man

"Jimmy Stiles lifir ekki þrautalausu lífi enda eini karlmaðurinn á heimili fullu af konum. Ekki að það sé endilega slæmt en Jim er einstaklega taktlaus og laginn við að móðga konuna sína. Hún fyrirgefur honum flest en það gera móðir hans og tengdamóðir ekki, hvað þá fyrrverandi eiginkona hans sem gerir honum lífið leitt eins oft og hægt er."

www.s1.is