GRÉTAR Þorsteinsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands á ársfundi sambandsins í gær. Kjörnefnd gerði tillögu um Grétar og þar sem engin mótframboð komu fram var Grétar sjálfkjörinn í embætti til næstu tveggja ára.
Engin mótframboð komu heldur fram við tillögu kjörnefndar um sex aðalmenn og fjóra varamenn í miðstjórn ASÍ til ársfundar árið 2004 og voru eftirtaldir kjörnir aðalmenn í miðstjórn skv. tillögu kjörnefndar: Björn Snæbjörnsson, Finnbjörn A. Hermannsson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Níels S. Olgeirsson, Sigurður Bessason og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Eftirtaldir voru kjörnir varamenn í miðstjórn til næstu tveggja ára: Kristján Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Örn Friðriksson, og Ágúst Óskarsson.