Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur gefið út ritsafnið Á lífsins leið frá 1998 og nú er komið út 5. bindi ritsafnsins og verður útgáfu þess fagnað í Kringlunni, á 1. hæð, kl. 13-16.
Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur gefið út ritsafnið Á lífsins leið frá 1998 og nú er komið út 5. bindi ritsafnsins og verður útgáfu þess fagnað í Kringlunni, á 1. hæð, kl. 13-16. Þar koma fram nokkrir tónlistarmenn úr hópi höfunda og leika fyrir gesti. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika þjóðlög og lag af nýjum geisladiski Guðnýjar. Magnús Kjartansson, Guðmundur Steingrímsson og Tómas R. Einarsson leika létt lög. Gísli Helgason leikur lög af nýjum geisladiski sínum, Flautað fyrir horn og Tómas R. Einarsson flytur lög af nýjum geisladiski sínum, Kúbanska.

Penninn Eymundsson, Austurstræti Kristín Helga Gunnarsdóttir les upp úr nýrri bók sinni Gallsteinar afa Gissa, í barnadeildinni kl. 14.

Ritlistarhópur Kópavogs Á vegum hópsins verður upplestur í kaffistofu Gerðarsafns kl. 15. Lesarar verða: Birgir Svan Símonarson, Gímaldin, Hafliði Vilhelmsson, Unnur Sólrún Bragadóttir, Varði og Þór Stefánsson. Aðgangur er ókeypis.

Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 Lesið verður úr nýjum barna- og unglingabókum á klukkutímafresti og hefst lesturinn kl. 10 og lýkur kl. 17. Tilefnið er að formlega verður opnuð ný barna- og unglingabókadeild í kjallara búðarinnar. Meðal höfunda sem lesa eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson og Sjón. Einnig mun Sesar A. rappa og kynna efni af nýútkominni plötu sinni.

Norræna húsið Haustsýning á dúkum frá Georg Jensen Damask verður kl. 13-17. Ennfremur verður sýning á Arne Jacobsen-dúknum, sem sýndur hefur verið á Kjarvalsstöðum.

Sigrún Björgvinsdóttir opnar sýningu á flókamyndum í kaffihúsinu Lóuhreiðri í Kjörgarði. Myndirnar eru unnar í litaða ullarkembu og rammarnir úr íslensku lerki.

Sýningin stendur út nóvember.