ÞRIÐJU vikuna í röð situr Bubbi Morthens á toppi Tónlistans með nýju plötuna sína, Sól að morgni . Þetta minnir meira en lítið á gamla tíma er Bubbi réð lögum og lofum í plötusölu á Íslandi og átti hverja metsöluplötuna á fætur annarri, jól eftir jól.

ÞRIÐJU vikuna í röð situr Bubbi Morthens á toppi Tónlistans með nýju plötuna sína, Sól að morgni. Þetta minnir meira en lítið á gamla tíma er Bubbi réð lögum og lofum í plötusölu á Íslandi og átti hverja metsöluplötuna á fætur annarri, jól eftir jól.

Bubbi virðist líka fyllilega vel kominn að árangrinum nú enda þykir Sól að morgni firnasterk plata og besta Bubba-platan í langan, langan tíma. Með honum á plötunni er enda einvalalið hljóðfæraleikara og er því óhætt að mæla með þessari Sól hans Bubba bæði morgna og kvölds.