Önnur umferð í fyrsta hluta spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár verður í safnaðarheimili Glerárkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 3. nóvember, kl. 20.30.
Önnur umferð í fyrsta hluta spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár verður í safnaðarheimili Glerárkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 3. nóvember, kl. 20.30. Alls taka sex lið þátt í keppninni og koma þau frá Akureyrarbæ - Geislagötu, Morgunblaðinu, símamönnum, eldri borgurum, Útgerðarfélagi Akureyringa og Heilsugæslunni á Akureyri.

Ágóði rennur í söfnun til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Kvenfélagskonur vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja gott málefni.