Alls var 35 manns bjargað úr rústunum. Á meðal þeirra var kennslukonan Clementina Simone, sem sagðist hafa verið að fræða bekkinn sinn um jarðskjálftana í grennd við Etnu á Sikiley fyrr í vikunni þegar skjálftinn reið yfir.
Alls var 35 manns bjargað úr rústunum. Á meðal þeirra var kennslukonan Clementina Simone, sem sagðist hafa verið að fræða bekkinn sinn um jarðskjálftana í grennd við Etnu á Sikiley fyrr í vikunni þegar skjálftinn reið yfir. "Mér var sagt að öll börnin í sex ára bekknum mínum hefðu farist," sagði hún. "Ég vildi fara aftur að rústunum til að hjálpa en björgunarmennirnir leyfðu mér það ekki." "Ein mæðranna missti öll börnin sín þrjú," sagði björgunarmaður. Að minnsta kosti 3.000 manns misstu heimili sín í skjálftanum og flestir þeirra sváfu í tjöldum.