Nemendaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem stýrði hátíðarsamkomunni í tilefni 150 ára afmælis skólans á dögunum. Ásta Erla Jónasdóttir, Birgir Marteinsson, Atli Már Jónsson, Helga Þórey Rúnarsdóttir og Ásta Magnea Vigfúsdóttir. Þau halda á göml
Nemendaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem stýrði hátíðarsamkomunni í tilefni 150 ára afmælis skólans á dögunum. Ásta Erla Jónasdóttir, Birgir Marteinsson, Atli Már Jónsson, Helga Þórey Rúnarsdóttir og Ásta Magnea Vigfúsdóttir. Þau halda á göml
"ÞAÐ er gott að búa á Eyrarbakka og Stokkseyri og gott að alast upp á svona stað. Hér þekkja allir alla og þetta er gott samfélag," sagði Ása Magnea Sigfúsdóttir, nemandi í 10.

"ÞAÐ er gott að búa á Eyrarbakka og Stokkseyri og gott að alast upp á svona stað. Hér þekkja allir alla og þetta er gott samfélag," sagði Ása Magnea Sigfúsdóttir, nemandi í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og einn nemandaráðsmanna skólans.

Nemendaráðið vakti athygli gesta á 150 ára afmælishátið skólans á dögunum þar sem það stjórnaði hátíðarsamkomunni. Þar tóku þau við stjórninni eftir að skólastjórinn hafði sett samkomuna og önnuðust kynningu dagskráratriða. Þetta gerðu þau á fumlausan og virðulegan hátt sem hæfði stundinni.

Nemendaráð skólans er eins og í öðrum skólum æðstráðandi í félagslífinu og skipuleggur ýmsa viðburði í skólanum. Þau voru öll sammála um að það væri þroskandi og skemmtilegt að sjá um viðburði fyrir yngri nemendur skólans og auðvitað spennandi að hugsa til þess að láta fyrirhugaða utanferð nemenda verða að veruleika. Safnað er fyrir ferðakostnaðinum með ýmsum verkefnum sem nemendur annast í samstarfi við foreldra og kennara.

Krakkarnir voru sammála um að 150 ára afmæli skólans væri merkilegur viðburður og sérstaklega að þessi elsti skóli landsins væri á Eyrarbakka og Stokkseyri. "Þetta er góður skóli þar sem allir kynnast öllum. Okkur líður vel í skólanum og það er gaman að læra hérna," sagði Birgir Marteinsson og Ása Magnea bætti við: "Okkur þykir vænt um þennan skóla og það verður skrýtið að fara í einhvern miklu stærri skóla. Við höfum alltaf verið hér og finnst það gott."

Þau voru sammála um að það hefði verið gott að skólarnir voru sameinaðir, það væri ekkert mál að fara í rútu á milli og þau kynntust fleiri krökkum og fyrir bragðið væri skólinn líflegri.

Þau voru öll sammála um að það væri gott fyrir nýja íbúa að setjast að á Eyrarbakka eða Stokkseyri. "Við þekkjum alla og við tökum til dæmis mjög vel á móti nýjum nemendum í skólanum," sögðu þær Helga Þórey Rúnarsdóttir og Ásta Erla Jónasdóttir og undir þau orð þeirra tók Atli Már Jónsson.