Hrafnhildur Hallgrímsdóttir fimleikastúlka og Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður Íþróttahússins, í markinu sem féll á stúlknahópinn.
Hrafnhildur Hallgrímsdóttir fimleikastúlka og Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður Íþróttahússins, í markinu sem féll á stúlknahópinn.
HRAFNHILDUR Óskarsdóttir, sex ára fimleikastúlka, varð, ásamt nokkrum öðrum stúlkum, fyrir þeirri reynslu á fimleikaæfingu 8. október í Íþróttahúsinu á Selfossi að handboltamark féll ofan á hópinn. Stúlkurnar höfðu verið að klifra í neti marksins.

HRAFNHILDUR Óskarsdóttir, sex ára fimleikastúlka, varð, ásamt nokkrum öðrum stúlkum, fyrir þeirri reynslu á fimleikaæfingu 8. október í Íþróttahúsinu á Selfossi að handboltamark féll ofan á hópinn. Stúlkurnar höfðu verið að klifra í neti marksins. Önnur hönd Hrafnhildar lenti undir annarri marksúlunni og hún handarbrotnaði. Fór þar betur en á horfðist.

Hrafnhildur, sem var með gifs á hendinni í þrjár vikur, heimsótti íþróttahúsið í fyrradag og hitti þar forstöðumann hússins, Gunnar Guðmundsson. Hann sagði að í kjölfar þessa óhapps hefði verið farið yfir búnaðinn sem heldur markinu og öll öryggisatriði hússins. Það sem fór úrskeiðis hefði verið lagað og síðan skerpt á öllum verklagsreglum við frágang tækja.

Hann sagði að það þyrfti að hafa góða aðgát varðandi búnað íþróttahúsa. Í fyrra hefði allur öryggisbúnaður verið yfirfarinn og menn talið að allt væri í lagi en svo hefði þetta gerst.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, móðir Hrafnhildar, sagði að þeim hjónum hefði auðvitað brugðið en verið fegin að ekki fór verr því markið hefði fallið á hóp stúlkna. "Við tilkynntum bæjaryfirvöldum óhappið og lögðum áherslu á að öryggi í íþróttahúsinu yrði bætt til að svona lagað endurtæki sig ekki," sagði Þórunn Jóna.