GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, undirrituðu í gær samstarfssamning um aðstoð við þróunarlöndin.
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, undirrituðu í gær samstarfssamning um aðstoð við þróunarlöndin. Miðstjórn og stjórnir allra landssambandanna innan ASÍ hafa tekið ákvörðun um fyrsta framlag launþegahreyfingarinnar til þróunaraðstoðar samkvæmt þessum samningi.
Munu þessi sambönd leggja fram 1,5 milljónir til að fjármagna lyfja- og matvælaaðstoð fyrir sjúklinga á sjúkrahúsi stofnunarinnar í Malaví, vegna yfirvofandi malaríufaraldurs.