Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar,  undirrituðu samstarfssamning  ASÍ og ÞSSÍ um aðstoð við þróunarlönd, á ársfundi ASÍ í gær.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar, undirrituðu samstarfssamning ASÍ og ÞSSÍ um aðstoð við þróunarlönd, á ársfundi ASÍ í gær.
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, undirrituðu í gær samstarfssamning um aðstoð við þróunarlöndin.

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, undirrituðu í gær samstarfssamning um aðstoð við þróunarlöndin. Miðstjórn og stjórnir allra landssambandanna innan ASÍ hafa tekið ákvörðun um fyrsta framlag launþegahreyfingarinnar til þróunaraðstoðar samkvæmt þessum samningi.

Munu þessi sambönd leggja fram 1,5 milljónir til að fjármagna lyfja- og matvælaaðstoð fyrir sjúklinga á sjúkrahúsi stofnunarinnar í Malaví, vegna yfirvofandi malaríufaraldurs.

Styðja fullorðinsfræðslu og aðbúnað launafólks

Markmið ASÍ með samningnum er að leggja lið verkefnum á sviði fullorðinsfræðslu, öryggismála og vinnuverndar alþýðufólks í samstarfslöndum ÞSSÍ í þeim tilgangi að vinna gegn fátækt og bæta lífsumhverfi og afkomu.Er að því stefnt að ASÍ beiti sér einkum á sviði fullorðinsfræðslu og öryggis- og aðbúnaðarmála launafólks, auk sérhæfðari verkefna.