Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, ásamt Aðalsteini Haraldssyni, starfsmanni stöðvarinnar, með einn af stórlöxunum.
Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, ásamt Aðalsteini Haraldssyni, starfsmanni stöðvarinnar, með einn af stórlöxunum.
YFIR 100 laxar, margt boltafiskar, hafa í haust haft dvalarstað hjá Norðurlaxi en þeir eru notaðir í ræktunarstarfið og koma til með að gefa af sér mikinn fjölda seiða.

YFIR 100 laxar, margt boltafiskar, hafa í haust haft dvalarstað hjá Norðurlaxi en þeir eru notaðir í ræktunarstarfið og koma til með að gefa af sér mikinn fjölda seiða.

Þegar margir laxar eru saman í einni tjörn er mikið buslað þegar farið er að taka hrognin og stundum er erfitt að hafa tak á stórum sporðum.

Þá daga lætur Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, sig ekki vanta enda vanur að láta fiskinn ekki renna úr greipum sér. Á myndinni má sjá Jón ásamt Aðalsteini Haraldssyni, starfsmanni laxeldisstöðvarinnar, með einn yfir 20 pund sem mun vonandi skila nokkrum stórlöxum.

Norðurlax selur seiði bæði í ár og hafbeitarstöðvar fyrir utan að vera ræktunarstöð fyrir Laxá í Aðaldal. Seiðasleppingar hafa aukist á undanförnum árum í þeim tilgangi að auka endurheimtur. Í aflanum á síðasta sumri var mikið af merktum fiski sem bendir til þess að ræktunarstarfið skili góðum árangri.