Í FLOKKSVALI Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fer fram laugardaginn 9. nóvember nk., skora ég á félaga mína að tryggja áframhaldandi setu Sigríðar Jóhannesdóttur á Alþingi.

Í FLOKKSVALI Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fer fram laugardaginn 9. nóvember nk., skora ég á félaga mína að tryggja áframhaldandi setu Sigríðar Jóhannesdóttur á Alþingi.

Sigríði hef ég þekkt lengi og starfað með henni í stjórnmálum, við áttum mikið samstarf er ég sat í stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja um árabil og einnig í stjórn Norræna félagsins á Suðurnesjum, en hún var lengi formaður þar.

Eins og kunnugt er tók Sigríður sæti á Alþingi er Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti árið 1996. Hún átti m.a. sæti í fjárveitinganefnd Alþingis til ársins 1998. Sigríður gætti þar af fremsta megni hagsmuna Suðurnesjamanna.

Sigríður er ötull talsmaður þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og hefur barist fyrir jöfnuði og kvenfrelsi.

Viðhorf Sigríðar til þjóðmála fara saman við mín viðhorf að öllu leyti.

Við viljum að auðlindir landsins, fiskimiðin og stórbrotin náttúra verði sameign þjóðarinnar.

Við viljum vernda náttúruperlur landsins fyrir skammtíma gróðahagsmunum.

Nánar um störf Sigríðar, ræður og greinar má finna á vef Alþingis á slóðinni http://www.althingi.is/altext/thingm/1006433679.html?knt=1006433679

Eyjólfur Eysteinsson útsölustjóri skrifar:

Höf.: Eyjólfur Eysteinsson útsölustjóri