ÁGÚST Ólafur Ágústsson er verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni. Ágúst er formaður í félagi ungra jafnaðarmanna og hefur tekið þátt í stefnumótun Samfylkingar varðandi Evrópumál.

ÁGÚST Ólafur Ágústsson er verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni. Ágúst er formaður í félagi ungra jafnaðarmanna og hefur tekið þátt í stefnumótun Samfylkingar varðandi Evrópumál. Það er mikilvægt fyrir okkur nú þegar við erum að mynda sterka flokksheild að breidd í vali frambjóðenda sé til staðar.

Þegar litið er til framtíðar flokksins okkar er ljóst að við þurfum að tryggja áframhaldandi vinnu við málefni flokksins. Ágúst er talsmaður frjálslyndrar jafnaðarstefnu og hefur lagt áherslu á að einstaklingurinn og fyrirtækin njóti sín á sama tíma og velferðarmál og sterk stefna í menntamálum séu höfð í öndvegi.

Þegar litið er til umræðu um Evrópuaðild Íslendinga er Ágúst í sterkri málefnalegri stöðu. Hann er annar höfunda skýrslu um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fyrir Samfylkinguna og hefur mikla þekkingu á málaflokknum.

Tryggjum Ágústi öruggt sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. nóvember.

Fritz M. Jörgensson, framkvæmdastjóri, skrifar:

Höf.: Fritz M. Jörgensson, framkvæmdastjóri,