AÐALFUNDUR Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn laugardaginn 9. nóvember næstkomandi og að honum loknum verður Þjóðræknisþing með fjölbreyttri dagskrá, en þingið er öllum opið.

AÐALFUNDUR Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn laugardaginn 9. nóvember næstkomandi og að honum loknum verður Þjóðræknisþing með fjölbreyttri dagskrá, en þingið er öllum opið.

Helsta markmið Þjóðræknisfélagsins er að rækta tengsl Íslendinga við ættingja í Vesturheimi með fjölbreyttum hætti og geta allir gerst félagar í félaginu.

Markús Örn Antonsson, stjórnarformaður ÞFÍ, setur þingið á laugardag, en Sigrid Johnson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (INL), flytur hátíðarávarp. Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur við undirleik Guðríðar Sigurðardóttur og Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, flytur ávarp. Sýnd verður heimildarmynd um líf afkomenda íslenskra innflytjenda vestra um 1940, Ray Johnson, fyrrverandi forseti INL, greinir frá þinginu í Minneapolis og fjölgun félaga, David Gislason, bóndi í Manitoba, segir frá skipulagðri heimsókn Vestur-Íslendinga til Íslands 2004 og Viðar Hreinsson flytur erindi um Stephan G. Stephanson. Wincie Jóhannsdóttir kynnir IT verkefni Vesturfarasetursins, Ásta Sól Kristjánsdóttir, Tricia Signý McKay og Almar Grímsson kynna Snorraverkefnið og greint verður frá ferð til Vesturheims í sumar sem leið.

Aðalfundurinn verður í Borgartúni 6 í Reykjavík og byrjar klukkan 11 eftir viku en Þjóðræknisþingið hefst á sama stað klukkan 13.30 og er gert ráð fyrir þingslitum um kl. 17.