Á FUNDI fulltrúa sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands var ákveðið að vinna sameiginlega að ýmsum málum er snerta m.a. skóla- og félagaþjónustu. Markmiðið með því er að unnt verði að sameina öll þessi sveitarfélög í framtíðinni.

Á FUNDI fulltrúa sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands var ákveðið að vinna sameiginlega að ýmsum málum er snerta m.a. skóla- og félagaþjónustu. Markmiðið með því er að unnt verði að sameina öll þessi sveitarfélög í framtíðinni.

Nýjar sveitarstjórnir hittust nýlega til að kynna sér þá sameiningarvinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gerð var skoðanakönnun í sveitarstjórnarkosningum um vilja fólks til sameiningar og vildu um 50% þeirra sem afstöðu tóku að stefnt yrði að því marki.

Þá velti fundurinn upp þeirri spurningu hvort núverandi og hugsanleg sameining einstakra sveitarfélaga hefði hvetjandi eða letjandi áhrif á heildarsameiningu og komst að þeirri niðurstöðu að slíkt gæti verið mikilvægur áfangi á þeirri leið.