STARFSFÓLK á saumastofu Yves Saint Laurent, eins þekktasta hátískuhússins í Frakklandi, mætti til vinnu sinnar á Avenue Marceau númer 5 í París í síðasta sinn í fyrradag en þá var tískuhúsinu lokað eftir 40 ára starfsemi.

STARFSFÓLK á saumastofu Yves Saint Laurent, eins þekktasta hátískuhússins í Frakklandi, mætti til vinnu sinnar á Avenue Marceau númer 5 í París í síðasta sinn í fyrradag en þá var tískuhúsinu lokað eftir 40 ára starfsemi. "Mér þykir leitt að vera að binda enda á ástarævintýri sem stóð í 40 ár," sagði Saint Laurent, sem ásamt Pierre Berge stofnaði tískuhúsið 1961.

Starfsmenn fyrirtækisins voru 158 og hafa sumir fengið vinnu hjá helstu keppinautunum, Jean-Paul Gaultier, Azzedine Alaia og Chanel. Sumir fylgja fordæmi Saint Laurents og setjast í helgan stein, og um 40 eru enn að leita sér að vinnu. Þótt starfsemi hússins verði hætt mun nafnið Yves Saint Laurent áfram verða sýnilegt, nú í eigu Gucci.

París. AFP.

Höf.: París. AFP