"SEM betur fer er búið að vera mjög rólegt í dag," sagði Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um miðjan dag í gær.

"SEM betur fer er búið að vera mjög rólegt í dag," sagði Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um miðjan dag í gær. Engir heilsugæslulæknar eru starfandi hjá stofnuninni eftir að uppsagnir tíu lækna tóku gildi í fyrrakvöld.

Sigrún sagði að nokkrir hefðu hringt og einn sjúklingur komið. Hún sagði að erindin væru mismunandi, sumir þyrftu að fá endurnýjaða eða útgefna nýja lyfseðla en í einu tilviki hefðu foreldrar verið í vandræðum með veikt barn. Sigrún sagði að lítið væri hægt að gera, annað en að vísa fólkinu á lækna sem væru með stofur eða Læknavaktina í Kópavogi.

Sigrún taldi að vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga hefði fólk verið farið að átta sig á því að læknarnir væru að hætta en fram til þess tíma hefði verið ótrúlega mikill sofandaháttur vegna þessa ástands í bænum.