ÍSLENSKU stúlkurnar sigruðu lið Makedóníu, 2-1, í sjöundu umferð Ólympíumótsins í skák í Slóveníu í gær. Harpa Ingólfsdóttir og Guðfríður Lilja Grétardsóttir lögðu báðar stigahærri andstæðinga.
Karlaliðið gerði hins vegar jafntefli, 2-2, við Portúgala. Hannes Hlífar Stefánsson hefur farið mikinn og er nú í hópi þeirra tíu skákmanna sem hafa náð bestum árangri á mótinu. Konurnar mæta Mongólíu og karlarnir Tadsjikistan í áttundu umferðinni í dag.
Ingvar Ásmundsson hefur 7,5 vinninga og er í 4.-9. sæti á Heimsmeistaramóti öldunga í Þýskalandi.