TORKENNILEGUR kassi fannst á gólfi flugskýlis á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um tvöleytið í gær. Samkvæmt varúðarreglum var svæðið rýmt og kallað á sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar auk lögreglu og slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli.
TORKENNILEGUR kassi fannst á gólfi flugskýlis á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um tvöleytið í gær.
Samkvæmt varúðarreglum var svæðið rýmt og kallað á sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar auk lögreglu og slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli. Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar komust að raun um að engin hætta var á ferðum þar sem kassinn reyndist tómur þegar að var gáð.