Friðarstund í Bókasafni Kópavogs Bahá'í samfélagið í Kópavogi stendur fyrir friðarstundum fyrir almenning í sal Bókasafns Kópavogs, Hamraborg 6a, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Lesið er úr ritum bahá'í trúarinnar og annarra trúarbragða samþætt við tónlist og myndlist. Næsta friðarstund verður sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.
Kirkja og kaffisala hjá Húnvetningafélaginu Hún vetningafélagið í Reykjavík verður með kirkju- og kaffisöludag á morgun, sunnudaginn 3. nóvember, kl. 15 í Húnabúð, í Skeifunni 11. Kaffi og meðlæti kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Kl. 14 verður messa í Kópavogskirkju, þar sem Húnakórinn syngur.
Opið hús hjá Jöklasýningu og Háskólasetrinu á Hornafirði Í sambandi við Vísindadaga 2002 bjóða Háskólasetrið á Hornafirði og Jöklasýningin á Höfn upp á opið hús auk tveggja fyrirlestra á vegum raunvísindadeildar Háskóla Íslands sunnudaginn 3. nóvember. Jöklasýningin: Opið hús kl. 13-18. Fyrirlestrar verða kl. 16. Erindi halda: Guðrún Larsen, jarðfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur á jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands og aðjúnkt við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Háskóla Íslands.