BANDARÍSKA listflugskonan Patty Wagstaff er stödd á Íslandi í boði Flugmálafélags Íslands og verður einn af þremur erlendum heiðursgestum á hátíðarfagnaði félagsins sem fram fer á Grand Hótel í kvöld.

BANDARÍSKA listflugskonan Patty Wagstaff er stödd á Íslandi í boði Flugmálafélags Íslands og verður einn af þremur erlendum heiðursgestum á hátíðarfagnaði félagsins sem fram fer á Grand Hótel í kvöld. Hún mun einnig sýna listflug á Reykjavíkurflugvelli um helgina ef veður leyfir.

Aðrir erlendir heiðursgestir á hátíðarfagnaðinum eru sænskur svifflugmaður, Pekka Havbrandt, og bandaríski svifdrekaflugmaðurinn Dennis Pagen. Geir H. Haarde verður aðalræðumaður en auk hans mun Arngrímur B. Jóhannsson forseti Flugmálafélagsins flytja ávarp. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar verður veislustjóri og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng.