Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri stendur fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum í vetur um ýmsa þætti er varða skólastarf. Fyrsti fundurinn verður á þriðjudag, 5. nóvember, í stofu 25 í Þingvallastræti og hefst kl. 16.15.
Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri stendur fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum í vetur um ýmsa þætti er varða skólastarf. Fyrsti fundurinn verður á þriðjudag, 5. nóvember, í stofu 25 í Þingvallastræti og hefst kl. 16.15.

Þar fjalla Elín Magnúsdóttir og Helena Ármannsdóttir kennarar um lestrarkennslu 5-6 ára barna og þá færni sem börn á þessum aldri búa yfir og skiptir máli varðandi læsisþróun þeirra. Einnig verður fjallað um hvað skiptir máli við skipulagningu lestrarkennslu fyrir ung börn og samstarf leik- og grunnskóla við skipulagningu lestrarnáms.